breyting á deiliskipulagi
Kjalarnes, Vík
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 568
8. janúar, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar, mótt. 1. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vík á Kjalarnesi. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni lóðarinnar ásamt færslu á byggingarreit umhverfis núverandi hús þannig að unnt verði að byggja við og stækka húsið, samkvæmt uppdr. THG arkitekta ehf. dags. 1. október 2015. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til og með 30. desember 2015. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir breytingu á deiliskipulagi áður en breytingin er birt í B- deild Stjórnartíðinda og tekur gildi skv. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.