Byggingarlýsing uppfærð - svalahandriðum breytt
Friggjarbrunnur 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 758
17. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. september 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. september 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN036790 með því að breyta byggingarlýsingu varðandi glugga, innveggi og svalahandrið og óuppfyllt rými breytt í geymslu, og þar sem geymslan verður breyt í bað/þvott og komið er fyrir eldhúsi og stofu í kjallara í einbýlishúsi á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. október 2019. Einnig er lögð fram leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020.
Stækkun vegna óuppfyllta rýmis er: 17,7 ferm. Gjald kr. 11.200
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. janúar 2020 samþykkt.