Byggingarlýsing uppfærð - svalahandriðum breytt
Friggjarbrunnur 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 638
23. júní, 2017
Engar athugasemdir
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. mars 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. mars 2017 þar sem sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN036790 þannig að innra skipulagi í kjallara er breytt með því að koma fyrir salerni og aðstöðu til eldunar og koma fyrir gluggum á suðaustur hlið kjallara og minnka pall á lóð nr. 32 við Friggjarbrunn. Einnig er lagður fram tölvupóstur Agnesar Óskar Sigmundardóttur, dags. 20. júní 2017 og uppdr. ABS teiknistofu, dags. 15. ágúst 2007 br. 21. apríl 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Gjald kr. 11.000
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.