Viðbygging
Nýlendugata 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 567
18. desember, 2015
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar ark., mótt. 17. nóvember 2015 um að hækka og breyta þaki hússins á lóð nr. 14 við Nýlendugötu í mænisþak, stækka þriðju hæð hússins, gera ráð fyrir lyftu og lyftuhúsi, setja svalir á norður- og suðurhlið efri hæða hússins ásamt rekstri gististaðar á efri hæðum hússins, samkvæmt tillögu THG arkitekta ehf. , dags. nóvember 2015. Einnig er lagt fram bréf THG. arkitekta ehf., dags. 17. nóvember 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Svar

Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.