Viðbygging
Nýlendugata 14
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 831
6. ágúst, 2021
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júlí 2021 var lögð fram að nýju umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 11. mars 2021 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits 1.131 vegna lóðarinnar nr. 14 við Nýlendugötu. Í breytingunni felst að heimilt verði að hækka þak hússins og að þakhalli verði hærri við Mýrargötu í stað Nýlendugötu. Koma fyrir lyftu í húsinu og að lyftuhús fari út fyrir byggingarreit. Gera þakbyggingu á lágþaki núverandi húss. Setja franskar svalir á norðurhlið húss við Mýrargötu og að svalir á suðurhlið húss megi almennt kraga 40 cm út fyrir lóðarmörk, fyrir utan svalir við flóttaleið á 2. hæð sem mega fara 130 cm út fyrir byggingarreit. Handrið á þaksvölum vestan megin skal vera inndregið 150 cm frá lóðamörkum, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 5. mars 2021. Tillagan var auglýst frá 14. maí 2021 til og með 30. júní 2021. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Grétar Guðmundsson mótt. 13. júní 2021 og fulltrúar íbúaráðs Vesturbæjar dags. 30. júní 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.