breyting á skilmálum deiliskipulags
Úlfarsárdalur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 711
11. janúar, 2019
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2019 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 14. desember 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni á lóð Úlfarsbrautar 122-124 og 126, samkvæmt tillögu Landmótunar ódags. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Þar sem um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018..