breyting á skilmálum deiliskipulags
Úlfarsárdalur
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 698
14. september, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu framkvæmda- og viðhalds dags. 28. júní 2018 ásamt greinargerð dags. 20. júní 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi í Úlfarsárdal. Í breytingunni felst m.a. að setja knatthús austan íþróttahúss, byggingareit bætt við, bráðabirgðareitur fyrir kennslustofur stækkaður, svæði fyrir íþróttahús, grasvelli og áhorfendastúkur stækkað ásamt fleira samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 20. júní 2018. Tillagan var auglýst 27. júlí 2018 til og með 7. september 2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar