ný tillaga að staðsetningu sambýlis
Kambavað 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 503
8. ágúst, 2014
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014. Tillagan var auglýst frá 28. maí til og með 9. júlí 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 111 Íbúar Helluvaðs, Hestavaðs, Kambavaðs og Kólguvaðs dags. 2. júlí 2014 og Guðný B. Björnsdóttir og David Pitchell dags. 8. júlí 2014.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

110 Reykjavík
Landnúmer: 198737 → skrá.is
Hnitnúmer: 10117042