ný tillaga að staðsetningu sambýlis
Kambavað 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 515
7. nóvember, 2014
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014. Tillagan var auglýst frá 28. maí til og með 9. júlí 2014 og 18. september til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 111 Íbúar Helluvaðs, Hestavaðs, Kambavaðs og Kólguvaðs dags. 2. júlí 2014 og Guðný B. Björnsdóttir og David Pitchell dags. 8. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014, umsögn Borgarminjasögusafns Reykjavíkur dags. 21. ágúst 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. ágúst 2014.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

110 Reykjavík
Landnúmer: 198737 → skrá.is
Hnitnúmer: 10117042