framkvæmdaleyfi
Bústaðavegur og Háaleitisbraut
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 2 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 830
21. júlí, 2021
Samþykkt
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. júlí 2021 var lagt fram erindi Höskuldar Tryggvasonar f.h. Vegagerðarinnar dags. 8. júní 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breytingum á aksturs-, hjóla- og gönguleiðum Á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut og lengingu vinstribeygjuvasa á Reykjanesbraut við Bústaðaveg annars vegar og hins vegar á Sæbraut við Skeiðarvog. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Hnit verkfræðistofu og Vegagerðarinnar dags. 25. maí 2021 og uppdrættir Eflu og Vegagerðarinnar dags. í apríl og maí 2021. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021.
Svar

Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. júlí 2021. Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1472/2020.

108 Reykjavík
Landnúmer: 108278 → skrá.is
Hnitnúmer: 10122640