Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. ágúst 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við austurhlið einbýlishúss á einni hæð auk kjallara, á lóð nr. 27 við Kambsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. september 2022.