Á fundi skipulagsfulltrúa 13. nóvember 2015 var lögð fram umsókn Michaels Blikdals Erichsen, mótt. 27. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 16 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, breyta þaki þannig að koma megi fyrir þaksvölum sem tengja má við stigagang og breyting á kvistum. Einnig verður lóðin skilgreind sem atvinnu- og íbúðalóð, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf., dags. 24. október 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki eigenda, mótt. 3. desember 2015.