Breyting á skráningu á 2. hæð svo að í stað íbúðar/vinnustofu með einu rýmisnúmeri komi 2 íbúðir með 2 rýmisnúmerum.
Tryggvagata 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 562
13. nóvember, 2015
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Michaels Blikdals Erichsen, mótt. 27. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Naustareits vegna lóðarinnar nr. 16 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, breyta þaki þannig að koma megi fyrir þaksvölum sem tengja má við stigagang og breyting á kvistum. Einnig verður lóðin skilgreind sem atvinnu- og íbúðalóð, samkvæmt uppdr. Urban arkitekta ehf., dags. 24. október 2015.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipulagsvinnu o.fl.