Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. júní 2017 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. maí 2017 þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða skrifstofuhús úr forsmíðuðum einingum, klætt sementsbundnum plötum á staðsteyptum sökkli á lóð nr. 27 við Fiskislóð. Erindið var afgreitt neikvætt m.t.t. umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017. Lagt fram bréf hönnuðar, mótt. 3. júlí 2017 þar sem farið er fram á endurskoðun ákvörðunar skipulagsfulltrúa frá 23. júní sl. Erindi fylgja greinargerð um brunavarnir og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 22. maí 2017. Stærð: 2.545,7 ferm., 9.510,7 rúmm. Gjald kr. 11.000