Viðbygging
Langholtsvegur 49
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 662
15. desember, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. nóvember 2017 var lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar f.h. Írisar Georgsdóttur mótt. 30. október 2017 ásamt greinargerð dags. 20. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi reita 1.3 og 1.4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 49 við Langholtsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir viðbyggingu stækkar og færist til suðurs að lóðarmörkum Langholtsvegar 51 og að þakskegg nái allt að 0,5 metra út fyrir byggingarreit til austurs og vesturs. Flatt þak er leyft á viðbygginguna, samkvæmt uppdr. Teikning.is dags. 15. desember 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Langholtsvegi 47 og 51 og Efstasundi 44, 46, og 48.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104437 → skrá.is
Hnitnúmer: 10015069