breyting á deiliskipulagi
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 675
6. apríl, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að sameina lóðirnar í eina lóð fyrir fjöleignarhús, fjölga íbúðum í samtals allt að 7 íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu, rífa núverandi stigahús (útbyggingar) beggja húsa og byggja nýtt sameiginlegt stigahús í viðbyggingu á garðhlið, hækka húsin umfram það sem er samþykkt í gildandi deiliskipulagi o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 12. febrúar 2018 til og með 26. mars 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hilda Birgisdóttir, dags. 19. mars 2018, Catharine Fulton dags. 20. mars 2018, Georg Heide Gunnarsson dags. 21. mars 2018, Rannveig Gylfadóttir og Haukur Friðþjófsson dags. 21. mars 2018, Sjöfn Sigurgísladóttir og Stefán J. Sveinsson f.h. Landás ehf. dags. 22. mars 2018, Hugrún Árnadóttir dags. 23. mars 2018, Kjartan Kjartansson, dags. 23. mars 2018, Sveinbjörn Pálsson dags. 23. mars 2018, Hulda Guðmundsdóttir dags. 23. mars 2018, Dögg Ármannsdóttir og börn, dags. 23. mars 2018, Elísabet Brekkan og Þorvaldur Friðriksson dags. 24. mars 2018, Margrét Harðardóttir, Steve Christer, Kalman Christer, Salómon Christer og Rán Christer dags. 24. mars 2018, Harpa Njáls og Guðrún Helga Pálsdóttir dags. 24. mars 2018, Drífa Ármannsdóttir dags. 25. mars 2018, Sigrún Hólmgeirsdóttir dags. 25. mars 2018, Olgeir Skúli Sverrisson, Sigurrós Hermannsdóttir og Bragi Leifur Hauksson dags. 25. mars 2018, Helena W Óladóttir, Theodór Welding, Þorbjörg Anna Gísladóttir og Málfríður Guðmundsdóttir dags. 25. mars 218, Orri Páll Jóhannsson og Jóhannes Elmar Jóhannesson Lange dags. 25. mars 2018, Halla Margrét Árnadóttir f.h. íbúðar 301 á Nönnugötu 16 og Jón Arnar Árnason f.h. íbúðar 201 á Nönnugötu 16 dags. 26. mars 2018 Jósef Halldórsson dags. 26. mars 2018 og Aðalsteinn Jörundsson dags. 26. mars 2018.
Svar

Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.