Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi 1.185.6 vegna lóðarinnar nr. 25 við Njarðargötu. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli o.fl., samkvæmt uppdr. Magnúsar Jenssonar dags. 14. mars 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 2. apríl til og með 1. maí 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helena Óladóttir og Theodór Welding dags. 24. apríl 2013, Margrét Harðardóttir dags. 29. apríl 2013, Skrifstofan ehf. Stefán Sigtryggsson dags. 1. maí 2013, Jón Arnar Árnason f.h. 2 eigenda að Nönnugötu 16 dags. 1. maí 2013, Gunnar Guðmundsson og Margrét Kristinsdóttir dags. 2. maí 2013 og Harpa Njáls f.h. eigenda að Nönnugötu 14 dags. 29. apríl 2013.