breyting á deiliskipulagi
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 638
23. júní, 2017
Synjað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. , mótt. 2. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.5, Nönnugötureits, vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15. við Urðarstíg sem felst m.a. í að heimilt verði að fjölga íbúðum, auka byggingarmagn, sameina lóðir og byggja sameiginlegt stigahús á garðhlið, samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. , dags. 2017. Einnig er lagt fram bréf Arkitekta Laugavegi 164 ehf. , dags. 28. apríl 2017 og tillöguhefti, dags. 27. apríl 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017.
Svar

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017.