Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. júní 2017 var lögð fram fyrirspurn
Arkitekta Laugavegi 164 ehf.
, mótt. 2. maí 2017, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.186.5, Nönnugötureits, vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og nr. 15. við Urðarstíg sem felst m.a. í að heimilt verði að fjölga íbúðum, auka byggingarmagn, sameina lóðir og byggja sameiginlegt stigahús á garðhlið, samkvæmt uppdr.
Arkitekta Laugavegi 164 ehf.
, dags. 2017. Einnig er lagt fram bréf
Arkitekta Laugavegi 164 ehf.
, dags. 28. apríl 2017 og tillöguhefti, dags. 27. apríl 2017. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. júní 2017.