breyting á deiliskipulagi
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 664
12. janúar, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. janúar 2017 var lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum þannig að í húsunum verða allt að sjö íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi og hjóla- og vagngeymslu, sameina lóðir í eina lóð fyrir fjöleignarhús, rífa núverandi bíslag beggja húsa og byggja nýtt stigahús sem er sameiginlegt fyrir bæði húsin á garðhlið, hækka húsin, en fjöldi hæða er áfram sá sami, o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1193/2016.