breyting á deiliskipulagi
Njarðargata 25 og Urðarstígur 15
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 6 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 663
5. janúar, 2018
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. f.h. Mondo ehf. mótt. 4. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðanna nr. 25 við Njarðargötu og 15 við Urðarstíg. Í breytingunni felst m.a. að fjölga íbúðum þannig að í húsunum verða allt að sjö íbúðir með sameiginlegu þvottahúsi og hjóla- og vagngeymslu, sameina lóðir í eina lóð fyrir fjöleignarhús, rífa núverandi bíslag beggja húsa og byggja nýtt stigahús sem er sameiginlegt fyrir bæði húsin á garðhlið, hækka húsin, en fjöldi hæða er áfram sá sami, o.fl., samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 4. desember 2017
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.