11A - Fjarlægja burðarvegg - hurð út í garð
Framnesvegur 11
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 7 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 618
27. janúar, 2017
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. janúar 2017 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja burðarvegg á milli eldhúss og stofu á fyrstu hæð, síkka glugga á bakhlið og koma fyrir hurð með þrepum út í garð á húsinu á lóð nr. 11A við Framnesveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 6. janúar 2017 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. desember 2016. Fyrirspurn BN051900 fylgir erindinu. Gjald kr. 10.100
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Framnesvegi 11a og 13 og Brekkustíg 4 A
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1111/2014.

101 Reykjavík
Landnúmer: 100317 → skrá.is
Hnitnúmer: 10010652