Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfullttrúa 7. október 2016 var lögð fram fyrirspurn
Kanon arkitekta ehf.
, mótt. 28. september 2016, um að fjarlægja núverandi timburverönd og viðbyggingu við suðurhlið hússins á lóð nr. 49 við Bergstaðastræti og byggja nýja, lága viðbyggingu á sama stað sem nemur hæð kjallara, Á þaki nýrrar viðbyggingar yrði ný verönd í stað þeirrar eldri. Einnig er lagt fram bréf
Kanon arkitekta ehf.
, dags. 26. september 2016. Jafnframt er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 10. október 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju asamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. október 2016.