breyting á deiliskipulagi
Gamla höfnin - Vesturbugt, reitir 03 og 04
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 649
14. september, 2017
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar fyrir lóðina nr. 2 við Grandargarð, Allianz reit. Breytingin felur í sér stækkun á lóðarmörkum og byggingarreit á lóðinni, aukningu byggingarmagns og skilgreiningu á gististarfsemi á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæðum, samkvæmt uppdr. Basalt arkitekta ehf., dags. 29. maí 2017. Einnig er lagt fram minnisblað Haralds Ólafssonar veðurfræðings, dags. 12. október 2016. og umsögn Faxaflóahafna sf., dags. 20. janúar 2017. Lagður fram tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 13. júlí 2017 og tölvupóstur Kristjáns Gíslasonar, dags. 23. júlí 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti. Tillagan var auglýst frá 20. júní 2017 til og með 10. ágúst 2017. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir. Jón Vilhelmsson, dags. 25. júlí 2017, Pétur B. Lúthersson og Birgitte Lúthersson-Pat, dags. 26. júlí 2017, Anna Sigurðardóttir og Guðmundur Björnsson, dags. 28. júlí 2017, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir, dags. 28. júlí 2017, Sigrún Sæmundsen, dags. 31. júlí 2017 ásamt umsögn húsfélagsins að Mýrargötu 26, dags. 28. júlí 2017, Húsfélagið Mýrargötu 26, dags. 31. júlí 2017, Sigurður Haraldsson og Steinunn Sigurðardóttir, dags. 31. júlí 2017, Ásgeir Guðmundsson og Gróa Friðgeirsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Árni Möller og Signý Pálsdóttir, dags. 31. júlí 2017, Helga Bragadóttir og Jóhann Sigurjónsson, dags. 1. ágúst 2017, Pétur Þormóðsson, dags. 1. ágúst 2017, Guðmundur Þorsteinsson , dags. 1. ágúst 2017, Faxaflóahafnir, dags. 9. ágúst 2017, 10 íbúar Grandagarði 1-13, dags. 10. ágúst 2017, Faxaflóahafnir sf. dags. 9. ágúst 2017 og Ágústa Hreinsdóttir f.h. Sögusafnsins ehf., dags. 10. ágúst 2017. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 21. ágúst 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. ágúst 2017 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

101 Reykjavík
Landnúmer: 218883 → skrá.is
Hnitnúmer: 10123295