Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2018 var lögð fram fyrirspurn Ingunnar Helgu Hafstað dags. 22. október 2018 ásamt bréfi dags. 22. október 2018 um að setja 1,8 til 2,0 metra háan vegg á lóðarmörkum lóðarinnar nr. 25 við Laugaveg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. nóvember 2018.