Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. apríl 2017 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris, byggja svalir í þak, breyta inngangi og innra skipulagi tvíbýlishúss á lóð nr. 33 við Öldugötu. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir vegna fyrri grenndarkynningar: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 11. júní 2017, Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 20. júní 2017 og Ingibjörg Jónsdóttir og Axel Jóhannsson, dags. 21. júní 2017. Einnig er lagður fram tölvupóstur Maríu H. Þorsteinsdóttur, dags. 25. maí 2017, þar sem ekki er gerð athugasemd við breytingu. Jafnframt er lagt fram uppfært skuggavarp
Plúsarkitekta ehf.
, dags. 8. júní 2017 og umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. ágúst 2017. Erindi var grenndarkynnt að nýju frá 31. ágúst 2017 til og með 28. september 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jónatan Þórmundsson og Sólveig Ólafsdóttir, dags. 13. sept. 2017, Ingi Þ. Bjarnason, dags. 25. september 2017 og Guðmundur Kristján Jónsson, dags. 27. september 2017. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. október 2017 og er nú lagt fram að nýju.