Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2015 var lögð fram fyrirspurn Jóns Hrafns Hlöðverssonar, mótt. 29. október 2015, varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 114 við Úlfarsbraut út 9 í 11 og auka fjölbreytni íbúðagerða. Einnig er lagt fram bréf Jóns Hrafns Hlöðverssonar f.h. lóðarhafa, dags. 28. október 2015. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig er lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa til umsækjanda þar sem óskað er eftir frekari upplýsingum um erindið.