breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 683
1. júní, 2018
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs og Vegagerðarinnar um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Markmið framkvæmda og skipulagsins er að vegurinn verði endurbættur til að auka umferðaröryggi og greiða fyrir umferð. Stefnt er að 2+1 vegi á stærstum hluta deiliskipulagsins og fækkun tenginga við þjóðveginn með gerð hliðarvega. Með skipulaginu þá næst jafnframt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi, skv. uppdr. Eflu og Landslags dags. 6. mars 2018. Einnig er lögð fram greinargerð, skilmálar og umhverfisskýrsla dags. 16. mars 2018, fornleifaskráning Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. í mars 2018. Tillagan var auglýst frá 28. mars 2018 til og með 9. maí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: bókun hverfisráð Kjalarness frá 30. apríl 2018, Sigríður Pétursdóttur form. f.h. hverfisráðs Kjalarness dags. 6. maí 2018, Ásthildur Skjaldardóttir og Birgir Aðalsteinsson dags. 6. maí 2018, Erlendur S. Þorsteinsson dags. 7. maí 2018, Lögmenn Lækjargötu f.h. Hjördísar Gissurardóttur og Geirs Gunnars Geirssonar dags. 9. maí 2018, Samgöngunefnd Landssambands hestamannafélaga og Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi hinu forna dags. 9. maí 2018, Árni Þór Halldórsson dags. 9. maí 2018. Einnig eru lagðar fram umsagnir frá eftirfarandi: Vegagerðin dags. 17. apríl 2018, Skógræktin dags. 7. maí 2018 og Veitur dags. 9. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. maí 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs