Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 3.apríl 2017, um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Með deiliskipulaginu næst heildstætt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi. Tillagan var kynnt til og með 8. júní 2017. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/ábendingar: íbúasamtök Kjalarness, dags. 6. júní 2017, Sæmundur Eiríksson formaður Reiðveganefndar í Kjalarþingi hinu forna, formaður Reiðveganefndar Harðar í Mosfellsbæ og varaformaður Samgöngunefndar Landsambands Hestammannafélags, Grétar Þórisson fulltrúi hestamanna á Kjalarnesi og Óðinn Elísson fulltrúi hestamanna í Kjós, dags. 7. júní 2017 og Veitur og Gagnaveita Reykjavíkur, dags. 8. júní 2017. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsstofnunar, dags. 7. júní 2017, og umsögn Veðurstofu Íslands, dags. 9. júní 2017.