breyting á deiliskipulagi
Vesturlandsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 690
13. júlí, 2018
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2018 var lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 4. maí 2018 ásamt bréfi dags. 2. maí 2018 um framkvæmdaleyfi sem felst í að gera hringtorg á Vesturlandsvegi við Esjumela auk allra vegna- og stígagerðar sem nauðsynlegt er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig undirgöng undir Vesturlandsveg, strætóbiðstöðvar við Vesturlandsveg, gerð Víðinesvegar á um 600 m kafla og gerð Norðurgrafarvegar að Lækjarmel/Esjumel o.fl., samkvæmt uppdr. EFLU dags. 2. maí 2018. Einnig er lagt fram yfirlit ódags. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2018 samþykkt.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framvkæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að framkvæmdaleyfi verður ekki gefið út fyrr en greitt hefur verið fyrir útgáfuna skv. gr. 5.2 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.