framkvæmdaleyfi
Gufuneshöfði
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 766
20. mars, 2020
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 11. mars 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Gufuneshöfða. Í breytingunni felst að leyfileg hæð masturs verði um 15 metrar í stað 10 metrar ásamt því að akfær aðkomuslóði verður varanlegur en ekki tímabundin, samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta ehf. dags. 17. mars 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 18. mars 2020 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Leiðhömrum 31.37, 39, 46, 48, 50. 52, 54, og 56. og Krosshömrum 10,12,14,16,18, 20 29 og 33.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.