Lögð fram umsókn
Kanon arkitekta ehf.
dags. 2. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna Gufuneshöfða. Í breytingunni felst að fjarlægja innsiglingarmerki við Gufuneshöfða og koma fyrir nýju innsiglingarmerki um 105 metra til norðausturs, vestan Leiðhamra/Krosshamra. Við þessa breytingu er deiliskipulagssvæðið stækkað og mörk þess færð til norðvesturs yfir hverfisverndarsvæði Gufuneshöfða að strandsvæði, samkvæmt uppdrætti
Kanon arkitekta ehf.
dags. 2. september 2019. Einnig lagt fram umboð Faxaflóahafna sf. dags. 2. september 2019 og drög að fornleifaskráningu dags. 2019. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.