Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. september 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. september 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt þriggja og fjögurra hæða fjölbýlishús fyrir eldri borgara, 74 íbúðir í fimm húsum með opinni bílgeymslu fyrir 35 bíla á lóð nr. 68-70 við Suðurlandsbraut. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. september 2016..
Erindi fylgir hljóðvistarskýrsla frá Mannvit dags. í júní 2016, brunahönnun frá Mannvit dags. 22. júní 2016, umsókn um takmarkað byggingarleyfi, verkáætlun, yfirlýsing eiganda og byggingastjóra og umboð eiganda til byggingastjóra dags. 20. júní 2016. Stærð mhl. 01. A-rými: 4.404,5 ferm., 12.743,8 rúmm. B-rými: 2.127,3 ferm., 8.459,6 rúmm. Mhl. 02: 2.418,2 ferm., 7.071,9 rúmm. B-rými: 500,9 ferm., 1.417,3 rúmm. Gjald kr. 10.100