Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Benjamíns Magnúsdóttur, mótt. 29. október 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis, Selhryggs, vegna lóðarinnar nr. 7 við Stuðlasel. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja einnar hæðar viðbyggingu við húsið og innrétta aukaíbúð, samkvæmt uppdr. Benjamíns Magnússonar arkitekts, dags. 23. október 2015. Einnig er lagt fram bréf Benjamíns Magnússonar, dags. 29. október 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 8. desember 2015 til og með 5. janúar 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Þóra Björk Eysteinsdóttir og Gunnar Wedholm Helgason, dags. 5. janúar 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á fundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2016 og er nú lagt fram að nýju. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 13.01.2016