starfsleyfi
Sævarhöfði 33, Björgun
Síðast Vísað til Skipulags- og samgönguráðs á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 485
28. mars, 2014
Annað
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 21. mars 2014 var lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 12. mars 2014 ásamt erindi Björgunar dags. 18. október 2013 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæði b liðar 2. mgr. 10. gr. reglugerðar 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. Ráðuneytið óskar eftir upplýsingum frá skipulagsfulltrúa hvort að starfssemi Björgunar samræmist gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur hvað varðar landnotkun og byggðarþróun. Óskað er eftir að upplýsingar berist ráðuneytinu eigi síðar en 26. mars 2014. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2014. Einnig lagður fram tölvupóstur skipulagsfulltrúa til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 26. mars 2014.
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26. mars 2014 samþykkt.

110 Reykjavík
Landnúmer: 110504 → skrá.is
Hnitnúmer: 10022743