Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 26. apríl 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóli. Í breytingunni felst að koma fyrir byggingarreit fyrir tvær færanlegar kennslustofur á suðausturhluta lóðarinnar. Auk þess er lóðarmörkum að Stakkahlíð 1 breytt í samræmi við gildandi deiliskipulag á þeirri lóð, samkvæmt uppdr. umhverfis- og skipulagssviðs dags. 26. apríl 2018. Tillagan var auglýst frá 30. maí 2018 til og með 11. júlí 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir/umsagnir: Hverfisráð Hlíða dags. 4. júní 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2018 og er nú lagt fram að nýju.