Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2015 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir veitingastað í flokki II fyrir 45 gesti í sætum og rekstur salar fyrir menningartengda starfsemi, tónleika, fyrirlestra, fundahöld o.fl. fyrir 80 - 100 manns í Hannesarholti á lóð nr. 10 við Grundarstíg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. desember 2015.
Gjald kr. 9.823