Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar samkvæmt uppdráttum egg arkitekta ehf. dags. 28. september 2011. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 16. maí til og með 9. júní 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Tillagan var auglýst frá 12. október til og með 23. nóvember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Stefán Jóhann Björnsson dags. 22. nóvember 2011, Javier Tellaeche Campamelós mótt. 22. nóvember 2011, Jakob S. Friðriksson dags. 22. nóvember 2011, Egill Stephensen og Anna G. Egilsdóttir dags. 23. nóvember 2011 og Landssamtök hjólreiðamanna dags. 23. nóvember 2011.