(fsp) bætt aðgengi ásamt bættum gönguleiðum og aðstöðu til útivistar
Sturlugata 5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Aðilar sem vísað er í
Skipulagsfulltrúi nr. 613
9. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. desember 2016 var lögð fram fyrirspurn Landmótunar s.f., mótt. 21. nóvember 2016, um að bæta aðgengi almenning að byggingunni á lóð nr. 5 við Sturlugötu, Norræna húsið, og bæta gönguleiðir og aðstöðu til útivistar á svæðinu, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 12. september 2016. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.
Svar

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 9. desember 2016.