Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. ágúst 2019 var lagt fram erindi skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar dags. 19. júlí 2019 þar sem kynnt er skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Í lýsingartillögunni leggur sveitarstjórn áherslu á að marka skýra stefnu um atvinnuuppbyggingu í tengslum við iðnað, ferðaþjónustu og landbúnað. Endurskoðun á stefnu er varðar íbúðar- og frístundabyggð, samgöngur og verndarsvæði. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 23. ágúst 2019.