(fsp) smáhýsi á lóð
Efstasund 42
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 606
21. október, 2016
Samþykkt að grenndarkynna
Fyrirspurn
FÁ embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. september 2016 var lögð fram umsókn Ágústs Þórðarsonar, mótt. 27. september 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Sundin vegna lóðarinnar nr. 42 við Efstasund. Í breytingunni felst að byggingarreitur B er breyttur þannig að innan reitsins rúmist allt að 40 fm. bílskúr sem liggur að lóðarmörkum í norður og vestur, samkvæmt uppdr. Nexus arkitekta, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 40 og 44, Langholtsvegi 43 og 47.
Erindið fellur undir gr. 8.1 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg. Grenndarkynning mun fara fram eftir að greiðsla hefur borist.

104 Reykjavík
Landnúmer: 104402 → skrá.is
Hnitnúmer: 10008553