deiliskipulag
Vesturvallareitur 1.134.5
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 12 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 389
30. mars, 2012
Annað
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Vesturvallareits 1.134.5. dags. 1. nóvember 2011. Skipulagssvæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu. Einnig er lögð fram lýsing dags. 1. apríl 2011, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í október 2010 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. apríl 2011. Jafnframt eru lagðar fram ábendingar eigenda að Framnesvegi 31b dags. 19. maí 2011 og Söndru H. Guðmundsdóttur dags. 1. júní 2011. Drög að tillögu dags. 1. nóvember 2011 var í hagsmunaaðilakynningu til og með 9. desember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórðarson dags. 1. desember 2011 og Lögmenn Bankastræti f.h. eigenda þriggja íbúða að Vesturvallagötu 6 dags. 9. desember 2011. Einnig er lagt fram bréf Ragnars Sigurðarsonar dags. 22. nóvember 2011. Að loknum kynningartíma barst athugasemdarbréf þann 2. janúar 2011 frá Höddu Þorsteinsdóttur. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. janúar 2011. Tillagan var auglýst frá frá 8. febrúar til 21. mars 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hadda Þorsteinsdóttir dags. 20. mars 2012 og Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórisson dags. 22. mars 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30.mars 2012.
Svar

Vísað til skipulagsráðs.