Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. janúar 2021 var lögð er fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur, afm. af Borgartúni, Snorrabraut, Sæbraut og Katrínartúni, samþykkt þann 7. apríl 2011. Þessi breyting felst í breyttum skipulagmörkum við Snorrabraut og Borgartún og er lögð fram vegna breytinga á aðliggjandi deiliskipulagi fyrir Hlemm og nágrenni. Breyta þarf gild. deiliskipulagi svo ekki verði skörun á skipulagsmörkum á milli deiliskipulagssvæða. Breytingin felur í sér að deiliskipulagsmörk eru færð að austurhlið lóðamarka Sætúns nr. 1. Þá eru deiliskipulagsmörk færð að lóðarmörkum lóða við Borgartún, það eru lóðir við Borgartún nr. 1, 3 og 7 ásamt suðurhlið lóðar við Sætún nr. 1, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta ehf. dags. 25. janúar 2021. Breytingin nær aðeins til götusvæða og borgarlands. Breyting á deiliskipulagi Hlemms og nágrennis verður auglýst samhliða þessari tillögu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.