(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 784
14. ágúst, 2020
Vísað til verkefnisstjóra
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 22. júlí 2020, varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða að Eirbergi (nr. 16), húsi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ. Annars vegar að gerður nýr byggingarreitur fyrir lyftuhúsi ásamt anddyri í suðvesturkverk ásamt því að koma fyrir útitröppum og hins vegar að gerður er nýr byggingarreitur fyrir pallalyftu í norðausturkverk, samkvæmt uppdr. Spital dags. 22. júlí 2020.
Svar

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.