(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 779
26. júní, 2020
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 23. júní 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst breikkun á Burknagötu vegna tilkomu borgarlínu og færslu og breytingar á byggingarreitum sunnan götunnar sem nemur breikkuninni. Í tengslum við þessa færslu verða einnig afleiddar breytingar á staðsetningu byggingarreita randbyggðar, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. Spital ehf. dags. 23. júní 2020. Einnig er lagt fram bréf Gunnars Svavarssonar f.h. NLSH ohf.dags. 19. júní 2020.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1231/2018.