(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 868
13. maí, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Nýs Landspítala ohf. dags. 16. nóvember 2021 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær til speglunar BT húss sem lækkar til austurs að Hvannargötu í stað vesturs að Fífilsgötu og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 17. febrúar 2022. Tillagan var auglýst frá 23. mars 2022 til og með 11. maí 2022. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.