(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 866
29. apríl, 2022
Vísað til Skipulags- og samgönguráðs
Fyrirspurn
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. apríl 2022 var lögð fram umsókn Kanon arkitekta ehf. dags. 20. apríl 2022 varðandi breyting á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Breytt deiliskipulag nær i meginatriðum til Sóleyjartorgs, aðkomu að bílgeymsluhúsi, stækkunar og færslu bílastæða, samkvæmt uppdr. Spital ehf. dags. 16. nóvember 2021, br. 19. apríl 2022. Einnig er lögð fram skýringarmynd Spital ehf. dags. 13. apríl 2022 og ásýnd og grunnmynd með skýringum dags. í apríl 2022. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar

Vísað til skipulags- og samgönguráðs til afgreiðslu.