(fsp) breyting á deiliskipulagi
Nýr Landspítali við Hringbraut
Síðast Vísað til verkefnisstjóra á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 664
12. janúar, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. Nýs Landspítala ohf. mótt. 24. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut. Í breytingunni felst færsla byggingarreita og byggingarlína meðferðarkjarna 1. áfanga (21) og síðari áfanga (21a). Meðferðarkjarni 1. áfanga (21) er stækkaður um allt að 6.3 metra til vesturs, allar hæðir, en byggingarreitur síðari áfanga (21a) er minnkaður sem því munar og byggingin lækkuð um eina hæð, uppbroti hússins og inndragi er breytt og á móti er inndreginn flötur minni á suðurhlið o.fl., samkvæmt uppdr. Spital dags. 24. október 2017. Tillagan var auglýst frá 21. nóvember 2017 til og með 5. janúar 2018. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar