breyting á lóðarmörkum
Bauganes 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 613
9. desember, 2016
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 28. október 2016 var lögð fram umsókn Pétur Böðvarssonar, mótt. 9. september 2016, varðandi breytingu á lóðarmörkum lóðannar nr. 1 við Bauganes og nr. 36 og 38 við Einarsnes. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2016.
Svar

Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.

102 Reykjavík
Landnúmer: 106797 → skrá.is
Hnitnúmer: 10006905