Á fundi skipulagsfulltrúa 18. desember 2015 var lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, mótt. 9. desember 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 122-124 við Úlfarsbraut. Í breytingunni felst að norðvestur mörk lóðar fyrir grunnskóla, leikskóla, frístundaheimili, menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, íþróttahús og sundlaug er breytt þannig að lóð minnkar. Eftir breytinguna verða almenn bílastæði norðvestan við bygginguna utan lóðar og einnig hluti reits fyrir færanlegar kennslustofur. Byggingarreitur er minnkaður lítillega í samræmi við breytt lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Landmótunar sf., dags. 8. apríl 2015, breyttur 13. ágúst 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Svar
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.6. í Gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014 vegna kostnaðar við skipullagsvinnu o.fl.