Breyta innra skipulagi, loka milli hæða og opna á milli Austurstræti 12a og 14 og gera nýjar svalir
Austurstræti 12A
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulagsfulltrúi nr. 775
29. maí, 2020
Annað
Fyrirspurn
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. maí 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. maí 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða, loka stigaopi milli 1. og 3. hæðar og opna á milli Austurstrætis 12a og 14, á 1. hæð verður veitingastaður í flokki I, tegund c) fyrir mest 45 gesti, á 2. og 3. hæð verða skrifstofur Alþingis líkt og er nú á 4. og 5. hæð húss nr. 12a við Austurstræti. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27. maí 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2020.
Erindi fylgir umsókn BN057302, Austurstræti 14, dags. 18. febrúar 2020, sem er hluti af beiðninni um opnun milli húsanna nr. 12a og 14 við Austurstræti. Gjald kr. 11.200
Svar

Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. maí 2020 samþykkt.